Skip to Main Content

Blogg

Hvað finnst nemendum um aðstöðuna á bókasafninu?

eftir / by Ragna Björk Kristjánsdóttir dags. / date 2022-11-21T12:48:00+00:00 | 0 Athugasemdir / Comment

Til stendur að bæta aðstöðu á bókasafninu og gefa því andlitslyftingu. Fyrri hluti framkvæmdanna hófst í sumar og restin verður svo kláruð sumarið 2023. Hentugasti tíminn fyrir svona framkvæmdir er í lok júní og út júlí til þess að raska ekki vinnufriði nemenda. Framkvæmdirnar eru það viðamiklar að ekki var hægt að ljúka þeim á einu sumri. 

Á þessu ári var meðal annars teppalagt, mikill hluti veggja voru málaðir og ný húsgöng keypt inn. Á næsta ári munu róttækari breytingar eiga sér stað þar sem settir verða upp glerveggir til að hólfa svæðið meira niður, bætt verður við fleiri hópvinnuherbergjum, búin til smá nestistaðstaða og þjónustuborðið verður alveg endurnýjað, ásamt fleiri breytingum. Tilgangurinn er að gera huggulegri aðstöðu fyrir nemendur með fjölbreyttum rýmum. 

Við erum í smá millibilsástandi núna. Helmingurinn af framkvæmdunum er búinn og eitthvað af húsgögnum eru komin upp en það vantar sérsmíðuð húsgögn hér og þar. Það eru fleiri borð en stólar og sumstaðar eru smá þrengsli þar sem ný húsgögn eru komin en eldri húsgögn hafa ekki verið fjarlægð. Mjög fáar merkingar eru komnar upp því við viljum setja þær allar upp í einu þegar allt er tilbúið. 

Til þess að fá smá tilfinningu fyrir því hvað það er sem nemendur vilja og hvað þeim finnst um nýju breytingarnar sem eru komnar þá bjuggum við til stutta könnun um aðstöðuna. Við prentuðum út QR kóða með tengli á könnunina og dreifðum á öll borðin á safninu. Við settum inn tengil á könnunina á forsíðu vefs bókasafnsins og settum inn link í Story á Instagramsíðu bókasafnsins sem var deilt á Instagramsíðu HR. Könnunin var sett upp í QuestionPro og var opin í um fimm daga og fengum við tæplega 100 svör. Margar mjög góðar ábendingar og athugasemdir bárust en almennt var ánægja nemenda mikil. Áhugasamir geta skoðað helstu niðurstöður hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum með nokkrar opnar spurningar þar sem við fengum mjög góðar athugasemdir og ábendingar. Nokkrir töluðu um að það væri of heitt í skólanum og bókasafninu og passar starfsfólk bókasafnsins núna betur upp á að opna gluggana vel í byrjun dags og svo aftur nokkrum sinnum yfir daginn. Nemendur geta svo einnig sjálf opnað glugga eða lokað þeim eftir hentisemi.

Margar athugasemdir komu varðandi nýju svörtu skrifborðsstólana og er mikil ánægja með þá. 

Nemendur eru ánægðir með teppið og nýju húsgögnin en sumir tala um að það sé orðið svolítið þröngt á safninu. Það er einmitt af því að við fengum óvænt of snemma sum húsgöng sem á eftir að fara betur um eftir næsta sumar þegar önnur eldri húsgöng verða fjarlægð eða færð til. 

Við fengum mjög mörg svör við opnu spurningunum en hérna er sýnishorn af nokkrum svörum við spurningunni "Hvað finnst þér um þær breytingar sem hafa átt sér stað á bókasafninu frá því í sumar?" 

Sama átti við um næstu spurningu "Er eitthvað annað sem þú vilt bæta við eða koma á framfæri við bókasafnið?". Þar fengum við líka mikið af góðum ábendingum og hérna er dæmi um nokkrar þeirra. 

Langflest skilaboðin sem við fengum voru um það hversu ánægðir nemendur eru með nýju breytingarnar. Að þær séu huggulegar og kósý og geri safnið að meira aðlaðandi stað til að læra á. 

Við erum einstaklega spennt að sjá hvernig lokaútkoman verður næsta haust. 

Við stefnum á að gera aðra könnun fljótlega þar sem spurt verður um þjónustuna á safninu og vef bókasafnsins. 


 Bæta við athugasemd / Add comment

0 Athugasemdir / Comment.

  Gerast áskrifandi / Subscribe



Fáðu sendar tilkynningar í tölvupósti / Get notifications via e-mail


  Færslusafn / Archive



  Fræðasvið / Subjects



Lögfræði / Law
  Til baka / Return
This post is closed for further discussion.

title
Loading...