Til þess að finna bækur og annað rafrænt efni í áskrift Hr á að nota hr.leitir.is. Leitir er rafræn bókasafnsskrá yfir allar bækur sem til eru á íslenskum bókasöfnum ásamt rafrænum tímaritsgreinum í Landsaðgangi. Byrjað er að leita aðeins í safnkosti HR en svo er hægt að víkka leitina og athuga hvort efnið sé til í öðrum söfnum á landinum.
Notaðu Innskráningu með rafrænum skilríkjum til að endurnýja útlán eða taka frá bækur. Bækur sem eru í útláni er hægt að taka frá og þú færð sendan ru-tölvupóst þegar þú mátt sækja bókina en bókin er geymd fyrir þig í 3 daga. Ósóttar frátektir verða lánaðar næsta í röðinni.
Háskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun nýtt rafbókasafn fyrir háskólastig með aðgengi að tæplega 200.000 titlum:
Til að virkja aðganginn þinn að ProQuest Ebook Central í fyrsta skiptið þarftu:
Bókasafnið notar Dewey flokkunarkerfið til að raða bókunum í hillunum. Dewey kerfið byggir á hlaupandi tölum.
Helstu flokkar þar sem þú finnur tæknifræði bækur:
670 Iðnaður - frumframleiðsla
680 Iðnaður - framleiðsla á vörum til sérhæfðra nota
690 Byggingariðnaður
691 Byggingarefni
711.4 Aðalskipulag