Skip to Main Content

Tæknifræði: Bóka aðstoð

Bókaðu aðstoð hjá upplýsingafræðingi

Bókasafnið býður nemendum að bóka tíma hjá sínum upplýsingafræðingi sem sérhæfir sig í aðstoð fyrir viðkomandi svið. Nemendur geta bókað tíma einir eða í tveggja til þriggja manna hópum. Gert er ráð fyrir því að viðtölin fari fram inni á bókasafninu nema sérstaklega sé óskað eftir Teams viðtali. Athugið að upplýsingafræðingar lesa ekki yfir heimildaskrár. 

Aðstoðin sem í boði er:

  • kennsla í heimildaöflun
  • notkun gagnasafna HR
  • leiðbeiningar á notkun heimildastaðla, IEEE og APA
  • aðstoð og kennsla á Zotero heimildaforritið
  • aðstoð við skil lokaritgerða inn á Skemman.is
  • tæknileg aðstoð vegna Turnitin (ath. hjálpum ekki nemendum að lesa úr eða túlka niðurstöðurnar)

Hægt er að bóka tíma (á staðnum eða á Teams) með Noona appinu eða í forminu hér fyrir neðan.

Einnig má senda tölvupóst fyrir samdægurs bókanir og stuttar fyrirspurnir.

ATH. á sumartíma er lokað fyrir netbókanir. Sendið ykkar upplýsingafræðingi tölvupóst til að fá aðstoð. 

Bóka með Noona