Skip to Main Content

Sálfræði: Doktorsnemar

Fyrir doktorsnema

Upplýsingar um efni á fræðasviði og heimildaleitir:

Upplýsingafræðingar sem sinna ráðgjöf hjá bókasafninu búa yfir sérþekkingu á efni bókasafnsins á öllum fræðasviðum háskólans. Þeir geta veitt upplýsingar um hvað er í boði, hvar það er að finna og hvaða leitartækni skili bestum árangri við heimildaleit.

Upplýsingar vegna heimildavinnu:

Upplýsingafræðingar hafa tekið saman greinargóðar leiðbeiningar um staðlana sem notuð eru við verkefnavinnu í Háskólanum í Reykjavík: APA, IEEE og Oscola. Einnig leiðbeina þeir um notkun heimildaskráningarforrita, einkum Zotero og ritstuldarvörnina Turnitin.

Við getum einnig aðstoðað með:

Hafðu samband við upplýsingafræðing þinnar deildar og bókaðu tíma í upplýsingaráðgjöf.

PhD on Track

Við viljum benda á vefinn PhD On Track, sem býður upp á fjölbreyttar upplýsingar fyrir doktorsnema og unga vísindamenn. 

Vefurinn miðar að því að gera byrjendum úr öllum fræðasviðum kleift að nálgast upplýsingar um mismunandi þætti ferlisins í átt að doktorsgráðu á auðveldan hátt. Meginviðfangsefni eru rannsóknarferlið, miðlun niðurstaðna og opin vísindi.

Vefurinn er samstarfsverkefni norskra háskóla.

Skil doktorsverkefna

ISBN:

Nemendur þurfa að óska eftir ISBN fyrir rafrænu lokaritgerðina. Ef ætlunin er að prenta ritgerðina þá þarf líka að óska eftir ISBN fyrir prentuðu útgáfuna áður en hún fer í prentun.  Sendið tölvupóst til Kristínu Benedikz kristinab@ru.is á bókasafn HR til að fá úthlutað ISBN númerum. Í tölvupóstinum þarf að koma fram titill verkefnisins, deild og ORCID höfundar.

  • ISBN númerin skal skrá á bakhlið titilsíðu
  • ORCID skal einnig skrá á bakhlið titilsíðu
  • Ef ritgerðin verður prentuð út þá eiga bæði ISBN númerin að koma fram á báðum útgáfunum (prent og rafrænu)
Dæmi á íslensku:
ISBN 978-9935-9537-1-4 rafræn útgáfa
ISBN 978-9935-9537-5-3 prent útgáfa

Dæmi á ensku:
ISBN 978-9935-9537-1-4 electronic version
ISBN 978-9935-9537-5-3 print version

 

Skil á rafrænum eintökum í IRIS:

Frá árinu 2025 eiga nemendur að skila inn varðveislueintaki af lokaútgáfu doktorsritgerðar í varðveislusafnið IRIS sem verður sjálfkrafa aðgengilegt inn á Opin vísindi. Doktorsverkefni skulu vera opinn aflestrar í Opnum vísindum skv. stefnu Háskólans í Reykjavík um opinn aðgang.

Frá og með árinu 2025 er nemendum ekki lengur skilda að skila inn tveimur prentuðum eintökum til bókasafnsins. Ef nemendur ætla sér að prenta út ritgerðina og vilja gefa bókasafninu eintak í safnkostinn, þá tekur bókasafnið við ritgerðinni, skráir og setur upp í hillu. 

Ef verkefnið inniheldur tímaritsgreinar sem óvíst er hvort megi birta í varðveislusafninu vegna reglna útgefenda, skal hlaða þeim upp sem sér skrá í IRIS. Tilgreina þarf hversu lengi þær eiga að vera lokaðar auk ástæðu lokunar. Höfundar þurfa að hafa samband við bókasafnið þegar heimilt er að opna aðgang að tímaritsgreinum í Opin vísindi.

Ef vandamál koma upp við vistun í ISIR hafið samband við bókasafnið bokasafn@ru.is.

Doktorsverkefni útgefin fyrir 2016 eru áfram varðveitt rafræn í Skemmunni.

ORCID

ORCID er stafrænt auðkenni fyrir rannsakendur.

Lágmarksupplýsingar ORCID skráningar eru allar mögulegar nafnmyndir og að listuð séu tengsl við háskóla og rannsóknarstofnanir.

ORCID heldur utan um allar mögulegar nafnmyndir þínar við birtingu rannsókna, dæmi:

Aðalnafnmynd: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir  (skráir þú sem þitt rétta nafn)
Aðrar nafnmyndir: Bryndís B. Ásgeirsdóttir; Bryndis Bjork Asgeirsdottir; Bryndis B. Asgeirsdottir; B. Asgeirsdottir (skráir þú sem mögulegar ritanir á þínu nafni)

Sótt um ORCID:

  1. Skráðu þig: orcid.org
  2. Hakaðu við ‚Everyone‘ í Visibility settings
  3. Virkjaðu ORCID-ið ykkar með því að svara staðfestingarpósti frá ORCID
  4. Skráðu allar mögulegar nafnmyndir þínar á ORCID síðuna og tengsl við háskóla og rannsóknarstofnanir