Skip to Main Content

Iðnfræði: Heim

Leiðarvísir fyrir iðnfræðinemendur

Þessi leiðarvísir er ætlaður nemendum í iðnfræði. Hér er tekið saman ýmislegt gagnlegt sem tengist ritgerðaskrifum í námi og hvernig best er að nýta bókasafnið. 

Tenglar

Gagnasöfn í iðnfræði - Sérvalin gagnasöfn í áskrift HR og í landsaðgangi fyrir nemendur í iðnfræði. Meðal gagnasafna eru IEEE Xplore, ScienceDirect, ProQuest o.fl.
hr.leitir.is - Leitir.is veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni. Vefurinn veitir upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Oft er hægt að skoða ljósmyndir og sækja heildartexta.
Tímarit í áskrift - Listi yfir tímarit í áskrift HR eða í landsaðgangi. Hægt er að fletta upp tímaritum eftir titlum og ef tímaritið kemur upp þá er það í áskrift. Upplýsingarnar sem koma fram eru meðal annars í hvaða gagnasafni/söfnum tímaritið er aðgengilegt, hvaða árgangar eru aðgengilegir og hvort tímaritið sé ritrýnt. 
Heimildaleit - leiðarvísir um heimildaleit, ritrýni, áreiðanleika heimilda, ritstuld, Turnitin o.fl. 
IEEE heimildastaðall - nemendur í iðnfræði ættu að nota IEEE staðalinn fyrir tilvísanir og heimildaskrár. IEEE staðallinn er mikið notaður í verkfræði og öðrum tæknigreinum. 
  Overleaf  - ritvinnsluforrit í vafra sem byggir á LaTeX kóðun.
Bókasafnið veitir ekki kennslu á eða aðstoð við uppsetningu verkefna í Overleaf. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um Overleaf og fylla út beiðni um aðstoð á þessari síðu hér.
Zotero - Zotero er ókeypis heimildaforrit sem bókasafnið mælir með að nemendur noti við ritgerðaskrif. Forritið heldur utan um heimildirnar og býr til tilvísanir og heimildaskrá samkvæmt IEEE og APA í Word. Því fyrr sem byrjað er að nota Zotero því betra. Zotero eykur gæði verkefna og sparar nemendum tíma við heimildaskráningu.
Turnitin - Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi sem háskólar á Íslandi hafa tekið í notkun.  Hugbúnaðurinn ber texta/verkefni nemanda saman við gagnasafn sem innbyggt er í kerfið og skilar samanburðarskýrslu.
Millisafnalán - Ef bókasafnið á ekki bókina eða hefur ekki aðgang að heildartexta greinarinnar þá er hægt að panta bókina/greinina með millisafnalánaþjónustunni. Nemendur skulu kynna sér verðskrána áður en pantað er.

Aðstoð

Harpa Rut er í veikindaleyfi til jóla. Í hennar fjarveru mun Ragna Björk aðstoða nemendur í iðnfræði. Hægt er að senda Rögnu tölvupóst á ragnabjork@ru.is með fyrirspurnum og bóka tíma hjá henni inni á Noona.is/hr.