Skip to Main Content

Turnitin: Leiðbeiningar fyrir kennara

Turnitin

Háskólinn er að nota Turnitin ritstuldarvörnina sem gerir notendum kleift að koma auga á ritstuld og/eða rangar tilvísanir og heimildaskráningu. Kennarar ákveða hvort þeirra nemendur noti Turnitin. Ef kennari lætur nemendur sína ekki skila inn í Turnitin þá þurfa nemendur ekki að skila sínum verkefnum inn í forritið. Nemendur geta ekki óskað eftir að fá aðgang að Turnitin fyrir einstök verkefni.

Leiðbeiningar fyrir Canvas

Stutt leiðbeiningarskjal sem sýnir skref fyrir skref hvernig verkefni er stofnað í Canvas þar sem Turnitin er notað: 

  • How to use Turnitin in Canvas (nýjar leiðbeiningar væntanlega fljótlega - sjá á meðan leiðbeiningarnar á hjálparsíðum Turnitin)

Á hjálparsíðum Turnitin er að finna mikið af ítarlegum leiðbeiningum fyrir Canvas:

Turnitin er innbyggt í Canvas. Kennarar byrja á að stofna nýtt verkefni (assignment) og þegar kemur að því að stilla hvernig verkefnum er skilað þá þarf að velja Online og File upload. Fyrir Submission Attempts skal velja Unlimited. Undir Plagiarism Review er svo valið Turnitin. Það þarf svo að stilla nokkur atriði inn í Turnitin stillingunum.

Þegar nemendur skila inn verkefnunum sínum þá fara þau sjálfkrafa í gegnum Turnitin og þau fá samanburðarskýrslu inn í Canvas sem þau sjá aðeins fyrir sitt eigið verkefni. Allir sem eru skráðir kennarar á hverju námskeiði fyrir sig sjá niðurstöðurnar fyrir alla nemendur sem skila. Mælt er með því að kennarar stilli verkefnin þannig að nemendur hafi tækifæri á að skila oftar en einu sinni. Þá yfirskrifast verkefnin og eftir stendur síðasta verkefnið sem var skilað inn áður en frestur rennur út. Þannig fá nemendur tækifæri á að lagfæra verkefnin og læra af því. Útkoman verða betri verkefni.

Það er í höndum kennara að fara yfir niðurstöðurnar og meta hvort um ritstuld er að ræða. Ekki er nóg að horfa bara á prósentu töluna því hún segir ekki allt. Turnitin segir bara að þarna sé samsvörun en ekki hvort um ritstuld sé að ræða. Turnitin greinir ekki þegar rétt er farið með texta og gætt er að tilvísunum. Þegar nemandi fær samsvörun í Turnitin þarf kennari að skoða hvort það sé tilvísun og rétt farið með beinar og óbeinar tilvísanir. Ef staðið er rétt að hlutunum er ekkert gert við þá samsvörun. Þess vegna þarf að skoða allar niðurstöðurnar.

Starfsmenn bókasafnsins hjálpa ekki nemendum og kennurum að fara yfir Turnitin niðurstöður og meta.
Ef kennarar eru óvissir um niðurstöðurnar skulu þeir leita til kennslusviðs. 

Turnitin.com

Það er mælt með því að nota alltaf Turnitin í Canvas þar sem nemendur skila sjálfir inn verkefnunum sínum. En í einhverjum tilfellum þarf að nota turnitin.com þegar það er ekki hægt í Canvas.

Ef kennarar vilja fá að nota turnitin.com þá þurfa þeir fyrst að fá aðgang. Flestir kennarar í HR eru nú þegar til sem notendur í Turnitin ef þeir hafa einhvern tíman notað það inn í Canvas. Byrjið á að athuga hvort netfangið ykkar er til með því að fara í Login og velja Forgot Password. Ef það skilar engu þá má hafa samband við Rögnu Björk Kristjánsdóttur sem er með administrator réttindi fyrir Turnitin og hún ein getur stofnað nýja kennara (instructors). 

Sjá leiðbeiningar til að skila inn með Quick submit inn á Turnitin.com:

Samanburður innan námskeiða

Athugið að Turnitin sýnir ekki samanburð á milli ritgerða nemanda innan verkefnaskila fyrr en eftir að skilafrestur rennur út (Due Date).  Áður en skilafrestur er liðinn sýnir Turnitin aðeins samanburð við eldri nemendaverkefni sem eru í pottinum ásamt tímaritsgreinum og vefsíðum. 

Möguleg vandamál og lausnir

Nemendur fá ekki upp möguleikann á að skila aftur:

  • Athuga hvort Due date sé liðinn (sjá sérstaklega klukkan hvað er stillt á)
  • "Allow late submissions" virkar bara fyrir nemendur sem hafa ekki skilað inn áður
  • Ef nemendur eru að fá fresti til að skila seint þá þarf stundum að færa Due dagsetninguna aftur

Tveir úr sama hópi skiluðu inn sömu ritgerð: