Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Tæknifræði: Bækur

Leitir.is

Til þess að finna bækur og annað rafrænt efni í áskrift Hr á að nota hr.leitir.is. Leitir er rafræn bókasafnsskrá yfir allar bækur sem til eru á íslenskum bókasöfnum ásamt rafrænum tímaritsgreinum í Landsaðgangi. Byrjað er að leita aðeins í safnkosti HR en svo er hægt að víkka leitina og athuga hvort efnið sé til í öðrum söfnum á landinum. 

Notaðu Innskráningu með rafrænum skilríkjum til að endurnýja útlán eða taka frá bækur. Bækur sem eru í útláni er hægt að taka frá og þú færð sendan ru-tölvupóst þegar þú mátt sækja bókina en bókin er geymd fyrir þig í 3 daga. Ósóttar frátektir verða lánaðar næsta í röðinni. 

Kennslubækur

 • eru í afgreiðslu bókasafnsins í námsbókasafninu
 • eitt eintak af kennslubókum í grunnnámi og valið ítarefni
 • aðeins í dagsláni og til afnota innanhúss á virkum dögum
 • á föstudögum er hægt að fá kennslubækur til láns yfir helgina (og má taka heim)
  •  Þeim þarf að skila fyrir klukkan 8:00 mánudag
 • skilakassi er við afgreiðslu safnsins sem hægt er að skila bókum í

Ebook Central rafbókasafn

Háskólinn í Reykjavík hefur tekið í notkun nýtt rafbókasafn fyrir háskólastig með aðgengi að tæplega 200.000 titlum:

ProQuest Ebook Central

Til að virkja aðganginn þinn að ProQuest Ebook Central í fyrsta skiptið þarftu:

 1. Að vera í húsnæði HR
 2. Smella á "Forgot username or password"
 3. Nota HR netfangið þitt og velja "Reset my password"
 4. Klára ferlið úr tölvupósthólfinu þínu.

Finna bækur í hillu

Bókasafnið notar Dewey flokkunarkerfið til að raða bókunum í hillunum. Dewey kerfið byggir á hlaupandi tölum.

Helstu flokkar þar sem þú finnur tæknifræði bækur: 

670 Iðnaður - frumframleiðsla
680 Iðnaður - framleiðsla á vörum til sérhæfðra nota
690 Byggingariðnaður
691 Byggingarefni
711.4 Aðalskipulag

Nýjar bækur haust 2021 og vor 2022: Tæknisvið (Iðn- og tæknifræði - Tölvunarfræði - Verkfræði) / School of Technology