Skip to Main Content

Byggingafræði: Staðlar

Aðgengi að stöðlum

Aðgengi að stöðlum:
Nemendur og kennarar HR geta óskað eftir tímabundnum lesaðgangi að stöðlum. 
Um 53.000 gildir staðlar eru nú aðgengilegir í íslenskri staðlaskrá. Þar er að finna staðla frá alþjóðasamtökunum ISO og IEC, evrópusamtökunum CEN og CENELEC, norræna staðla undir merkjum INSTA og séríslenska og þýdda staðla frá Staðlaráði Íslands. 

Staðlaskrá er hluti af vefverslun Staðlaráðs og þar má leita að stöðlum eftir númerum, efnisorðum, ICS flokkum og einstökum tækninefndum. 

Til að óska eftir aðgangi, sendið tölvupóst á sala@stadlar.is og tilgreinið eftirfarandi:

  • Nafn kennara:
  • Námskeið/kúrs sem um ræðir:
  • Tímalengd sem óskað er aðgangs á (lokadagsetning) :
  • Fjölda nemenda:
  • Yfirlit yfir þá staðla sem óskað er aðgangs að: (t.d. ISO 9001 -íslensk þýðing, ISO 27001 o.s.frv. )

Kennarar fá sendar aðgangsupplýsingar í formi notendanafns og lykilorðs sem þeir deila með hópnum. Nemendur geta sjálfir óskað eftir aðgengi að stöðlum með sama hætti.

Rafstaðlaráð

Rafstaðlaráð:
Rafstaðlaráð (RST) er fagfélag á vegum Staðlaráðs Íslands. Félagið var stofnað til að skapa samvinnu um rafstöðlun hér á landi og taka þátt í rafstöðlun á alþjóðlegum vettfangi.

HR hefur í gegnum RST keypt sérstaklega aðgang að staðlinum
HB 200 - Raflagnir bygginga.

 

Til að fá aðgangsupplýsingar geta nemendur sent póst á bokasafn@ru.is 

Starfsnám hjá Staðlaráði

Um starfsnám hjá Staðlaráði: 
Staðlaráð býður nemendum upp á starfsnám sem unnt er að klæðskerasníða að þörfum nemenda. Viðfangsefni staðla eru margvísleg og því unnt að tengja þau námi í öllum greinum. Starfsnám hjá Staðlaráði gefur nemendum forskot á vinnumarkaði þar sem lítið er um staðlatengt nám hérlendis. Staðlaráð á gott aðgengi að sérfræðingum erlendra staðlasamtaka sem nýst gæti í þessu tilliti einnig.

Dæmi um áhugaverða nálgun í starfsnámi

Dæmi um áhugaverða nálgun í starfsnámi:

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, CE-merkingar, staðlar í byggingariðnaði, staðlar sem styðja við ferðaþjónustu, staðlar og nýsköpun, staðlar við opinber innkaup, staðlar sem stuðla að sjálfbærni, staðlar og neytendavernd, Evrópustaðlar sem hryggjarstykki við að tryggja einsleitan innri markað í Evrópu, staðlar og löggjöf og staðlar og gervigreind, svo eitthvað sé nefnt. 


Staðlaráð getur boðið upp á góða vinnuaðstöðu í Þórunnartúni 2.