Skip to Main Content
It looks like you're using Internet Explorer 11 or older. This website works best with modern browsers such as the latest versions of Chrome, Firefox, Safari, and Edge. If you continue with this browser, you may see unexpected results.

Hagfræði: Doktorsnemar

Fyrir doktorsnema

Upplýsingar um efni á fræðasviði og heimildaleitir

Upplýsingafræðingar sem sinna ráðgjöf hjá bókasafninu búa yfir sérþekkingu á efni bókasafnsins á öllum fræðasviðum háskólans. Þeir geta veitt upplýsingar um hvað er í boði, hvar það er að finna og hvaða leitartækni skili bestum árangri við heimildaleit. 

Upplýsingar vegna heimildavinnu

Upplýsingafræðingar hafa tekið saman greinargóðar leiðbeiningar um staðlana sem notuð eru við verkefnavinnu í Háskólanum í Reykjavík: APA, IEEE og Oscola. Einnig leiðbeina þeir um notkun heimildaskráningarforrita, einkum Zotero og ritstuldarvörnina Turnitin.

Doktorsverkefni

Doktorsnemar skila verkefni sínu í Opin vísindi. Sjá leiðbeiningar.

Nemendum ber einnig að skila tveimur prentuðum eintökum til deildarskrifstofu sinnar.

Sjá tengilið deildarskrifstofa um doktorsnám

Við getum einnig aðstoðað með:

Við getum líka:

Upplýsingafræðingar mæla með Phd on track þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar fyrir doktorsnema.

Hafðu samband við upplýsingafræðing þinnar deildar og bókaðu tíma í upplýsingaráðgjöf.

Skil í Opin vísindi

Skil í Opin vísindi

Frá árinu 2016 eru rafræn doktorsverkefni varðveitt í Opin vísindi.

Bókasafnið á að fá tvö eintök af prentútgáfunni, eitt til varðveislu og annað til útláns.

Doktorsverkefni útgefin fyrir 2016 eru áfram varðveitt í Skemmunni.

Áður en doktorsverkefni fara í prentun þarf að sækja um tvö ISBN númer annað fyrir prent útgáfuna og hitt fyrir rafrænu útgáfuna. Sendið tölvupóst til Kristínu Benedikz kristinab@ru.is á bókasafn HR til að fá úthlutað ISBN númerum. Í tölvupóstinum þarf að koma fram titill verkefnisins, deild og ORCID höfundar.

  • Bæði ISBN númerin eiga að koma fram í báðum úgáfunum (prent og ræfrænu)
  • ISBN númerin skal skrá á bakhlið titilsíðu
  • ORCID skal einnig skrá á bakhlið titilsíðu
Dæmi á íslensku:
ISBN 978-9935-9537-1-4 rafræn útgáfa
ISBN 978-9935-9537-5-3 prent útgáfa

Dæmi á ensku:
ISBN 978-9935-9537-1-4 electronic version
ISBN 978-9935-9537-5-3 print version

 

Hér má finna leiðbeiningar um skil í Opin vísindi

Ef vandamál koma upp við vistun í Opin vísindi má hafa samband við bókasafnið bokasafn@ru.is.